Í gærkvöldi var mikið líf og fjör í húsnæði Kiwanisklúbbsins Helgafelli en þar voru samankomin börn og barnarbörn Kiwanisfélaga, auk þeirra sjálfra við að pakka inn hinu vinsæla jólasælgæti Kiwanis. Kiwanisfélagar munu svo ganga í hús um helgina og selja jólasælgætið og vonast auðvitað eftir góðum viðtökum, enda rennur söluágóðinn óskertur til góðra mála. Askjan kostar aðeins 1.500 krónur og um að gera að koma við í hraðbankanum í dag og vera klár með upphæðina.
Pökkunin sjálf er kafli út af fyrir sig. �?á er komið upp þremur vinnslulínum, krakkarnir raða sér við langborðin og skipta með sér verkum þar sem hver setur eina tegund ofan í pokann, sem fer svo í sælgætisöskjuna. Eftir um klukkustundar vinnu voru ríflega tvö þúsund öskjur klárar og vinnulaun ungra sjálfboðaliða var smá glaðningur í poka.
Kiwanismenn færa öllum þeim sem aðstoðuðu, bæði í gær og þeim fyrirtækjum sem styrkja þetta framtak þeirra, kærar þakklætiskveðjur.