Deildarbikarkeppnin í handbolta hefst í dag en keppnin fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Bæði karla- og kvennalið eru í keppninni, sem hefst með undanúrslitum þeirra liða sem eru í fjórum efstu sætum Íslandsmótsins. Kvennalið ÍBV spilar opnunarleik mótsins klukkan 16:00 gegn Stjörnunni en ÍBV er í fjórða sæti Olísdeildarinnar á meðan Stjarnan er í efsta sæti. Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Valur og Grótta.
Karlalið ÍBV spilar gegn FH í kvöld klukkan 21:15. Í hinni viðureigninni eigast við Haukar og Fram.
Sigurliðin komast í úrslitaleik en tapliðin falla úr leik.