Ungur Eyjamaður, Tómas Einarsson hefur undanfarin misseri stundað það að fljúga fjartstýrðum flugvélum og þyrlu yfir Vestmannaeyjum með áfastri myndavél. �?annig hefur Tómas náð að mynda Heimaey frá sjónarhorni sem fæstir hefðu annars haft tækifæri til að sjá en myndbönd Tómasar hafa áður verið til umfjöllunar hér á Eyjafréttum. Tómas hefur nú tekið saman brot af því besta, og því versta reyndar, í myndbandi sem fylgir fréttinni hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.