Í kvöld varð harður árekstur á gatnamótum Faxastígs og Heiðarvegs.  Litlum fólksbíl var ekið yfir gatnamót, í veg fyrir pallbílinn, sem var á leið norður Heiðarveg og lenti pallbíllinn í hlið fólksbílsins.  Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað á staðinn en beita þurfti klippum til að ná ökumanni fólksbílsins út og félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja aðstoðuðu einnig á vettvangi.  �?kumaðurinn var þó ekki klemmdur fastur en hlið bílsins var það illa farin að ekki tókst að opna hann ökumannsmegin.  Tvær stúlkur voru í fólksbílnum og voru báðar fluttar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til skoðunar en ekki er vitað hvers eðlis meiðsli þeirra eru.  Fólksbíllinn er ónýtur en pallbíllinn er lítið skemmdur.  �?kumann pallbílsins sakaði ekki en hann var einn í bílnum.
 
Uppfært:
Stúlkurnar tvær fengu að fara heim að lokinni skoðun á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og sluppu lítið meiddar úr þessum harða árekstri.