Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í. Átakið kallast �??Leyndadómar Suðurlands�?? og mun standa yfir frá miðvikudeginum 26. mars til sunnudagsins 6. apríl nk. �?að eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands, sem standa fyrir verkefninu.
Markmiðið er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland. Megininntakið í átakinu er Matur �?? Saga �?? Menning. Hér er kærkomið tækifæri, til að lengja ferðamannatímabilið og koma öllum leyndardómum Suðurlands á framfæri. Markhópurinn eru allir Íslendingar. Á Suðurlandi eru mörg leyndarmál, sem eru vel þess virði að deila, en �??leyndarmál�?� – er einmitt boðskapur ársins í herferð Íslandsstofu, �??Ísland allt árið�?� . Með því að blása í herlúðra Sunnlendinga samtímis er mögulegt að ná samlegð milli verkefna. Dæmi um atburði þessa daga gætu verið tilboð á veitingastöðum, tveir fyrir einn í gistingu, ókeypis í sund, listsýningar, tónleikar, skemmtanir, tilboð á sunnlenskum vörum, lengdur opnunartími verslana , ókeypis í strætó, tilboð í afþreyingu, opin hús víða í fjórðungunum og fleira og fleira.
Hægt er að fylgjast með framvindu verkefnisins á heimasíðu SASS,
www.sudurland.is og á fésbókarsíðu þess, �??Leyndardómar Suðurlands�??. Hafi fólk einhverjar góðar hugmyndir um �??leyndardóma�??, sem hægt væri að koma á framfæri er best að setja sig í samband við kynningarfulltrúa verkefnisins, Magnús Hlyn Hreiðarsson í gegnum netfangið
mhh@sudurland.is eða síma 480-8200 eða �?órarinn Egil Sveinsson, verkefnisstjóra í gegnum netfangið
thorarinn@sudurland.is og í síma 480-8200.