Síðastliðin vika var með þeim rólegri hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. �?á fór skemmtanahaldið fram með þokkalegu móti, þrátt fyrir að nokkur fjöldi hafi verið samankomin á öldurhúsum bæjarins.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni en þarna hafði bifreið lent á ljósastaur og grindverki við Hásteinsveg 64, líklega aðfaranótt 9. mars sl. með þeim afleiðingum að tjón varð, bæði á ljósastaurnum og grindverkinu. Ekki var í fyrstu ljóst hver þarna var á ferð, en ökumaðurinn hefur haft samband við lögreglu vegna atviksins og telst málið því upplýst.
Ein kæra vegna brota á umferðarlögum liggur fyrir eftir vikuna en um var að ræða vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri.