�?að var mjög merkilegt að hlusta á skipstjórann á Lóðsinum lýsa því yfir að stærsta vandamál Landeyjahafnar væri bæjarstjórnar meirihlutinn. �?etta kom mér alls ekki á óvart, en lítum aðeins á staðreyndirnar.
Á síðasta kjörtímabili var tvívegis sett af stað undirskriftarsöfnun þar sem Eyjamenn óskuðu eftir því að fá að kjósa um sín framtíðar samgöngumál. Í bæði skiptinn fékk bæjarstjórinn þessa lista í sínar hendur og stakk þeim ofan í skúffu. Málið afgreitt. Í grein sem hann skrifaði síðan í lok ágúst 2010 kom m.a. þessi setning:
“�?g er stoltur af því að við í bæjarstjórninni skyldum standa af okkur allar úrtölu raddir varðandi Landeyjahöfn.”
Daginn eftir að þessi grein birtist kom fyrsta austan brælan og vandræðagangur Landeyjahafnar byrjaði, eins og við sjómenn höfðum spáð fyrir um. �?að er of langt mál að fara yfir allt sem gekk á á þessum fyrstu mánuðum Landeyjahafnar og kannski best að gera það með orðum forseta bæjarstjórnar, sem hann sagði við mig fyrir nokkru síðan:
“�?g hafði svo mikla trú á Landeyjahöfn að ég sagði fjölskyldu minni, að þegar Landeyjahöfn væri komin í gagnið, þá myndu þau aldrei oftar þurfa að sigla til �?orlákshafnar.”
Svar mitt við þessu var: “�?etta er einmitt dæmi um það þegar aðilar eiga að fjalla um og taka ákvarðanir um eitthvað mál, sem þeir hafa klárlega enga þekkingu á, og m.a. þessvegna er ég kominn í framboð.”
�?að var ekki fyrr en liðið var á 2011 sem ég frétti af þeirri mestu skömm, sem í raun og veru er að mínu mati, svo yfirgengilegt að ég hef í raun og veru aldrei heyrt um sambærilegt mál. �?að sem ég á þarna við, er þegar bæjarstjórinn okkar fór að taka mark á allskonar kjaftasögum um skipstjórana á Herjólfi, og kallaði þá til sín og tilkynnti þeim það, að ef þeir gæti ekki siglt inn í Landeyjahöfn, þá gæti hann fundið aðra skipstjóra í staðinn fyrir þá.
Nú veit ég að Sjálfstæðismenn vissu af þessu, þegar þeir samt ákváðu að láta Elliða leiða framboðið sitt, og ég tek það alveg skýrt fram, að Elliði hefur svo sannarlega gert margt gott fyrir Eyjar, en klárlega er alveg sama allstaðar í heiminum þar sem eitthvað sambærilegt hefur komið upp, þá hefði viðkomandi bæjarstjóri þegar verið látinn segja af sér.
Staðan varðandi Landeyjahöfn er raunverulega ótrúlega slæm. Ekkert virðist vera í burðarliðnum varðandi framkvæmdir við höfnina og ef tekið er mið af viðbrögðum innanríkis ráðherra, þá er það eina sem hefur komið þaðan útboð á nýrri ferju. Ekki það að ég sé á móti því að ný ferja verði smíðuð, heldur klárlega hafa skilaboðin frá meirihlutanum verið þau, að höfnin sé ekki vandamálið heldur ferjan. �?að þarf að senda skýr skilaboð frá Eyjamönnum um það hver forgangsröðunin er. Sannleikurinn er ekkert endilega það sem fólk vill kannski heyra, en hann er samt sannleikurinn.