ÍBV heldur áfram að styrkja sig fyrir seinni umferð Pepsí deildarinnar, sem hefst á sunnudaginn með heimaleik gegn Fram og hyggst semja við tveggja metra háan Svía að nafni Isak Nylén. Hann hefur verið við æfingar hjá ÍBV undanfarnar vikur. Nylén kemur til ÍBV að reynslu frá Brommapojkarna í Svíþjóð þar sem hann hefur ekkert komið við sögu hjá þeim á yfirstandandi tímabili. �??Okkur vantar meiri breidd í senter stöðuna og það hentar ágætlega að fá hann út tímabilið,�?? segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson við fótbolti.net.
Áður hefur verið greint frá að Eyjamaðurinn �?órarinn Ingi Valdimarsson snýr heim til ÍBV. �??Eyjamenn eru í vanda staddir og félagið hefur gert allt fyrir mig í gegnum tíðina. Vonandi get ég komið heim og hjálpað liðinu,�?? sagði �?órarinn Ingi í samtali við vefmiðilinn 433.is.
Hinsvegar ætlar ÍBV ekki að semja við bandaríska miðjumanninn Joey Spivack sem einnig hefur verið til reynslu hjá félaginu og er hann nú á leið til Víkings í �?lafsvík til reynslu.
Sigurður Ragnar útilokar ekki frekari liðsstyrkingu áður en glugganum verður lokað 31. júlí.