�?eir sem eru á leið til Eyja í gegnum Landeyjahöfn er hollast að taka með sér góða gönguskó. Nú er staðan þannig við höfnina að öll bílastæði eru fyrir löngu orðin full. �?annig kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi að farþegar séu hvattir til að gera ráð fyrir að minnsta kosti 45 mínútum aukalega í það að ganga frá bifreið sinni að afgreiðslu Herjólfs. �?á hvetur lögreglan á Hvolsvelli þjóðhátíðargesti að leggja tímanlega af stað. Röð bílanna við þjóðveginn að Landeyjahöfn er nú 1,5 km löng og lengist með hverri mínútunni. �?á kemur fram í frétt mbl.is að ekki sé ólöglegt að leggja bílum í vegakantinum og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af sektarmiðum.