KFS tapaði í dag fyrir Kára frá Akranesi í fyrri leik liðanna í undanúrslitum 4. deildar en leikurinn fór fram á Týsvellinum. Lokatölur urðu 1:2 en staðan í hálfleik var 1:1. Skagamenn voru sterkari lengst af en Eyjamenn fengu sín færi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir að hafa lent undir. En inn vildi tuðran ekki og því hafa leikmenn Kára undirtökin fyrir síðari leik liðanna á Skipaskaga. Eyjamenn verða að skora minnst tvö mörk í síðari leiknum og halda hreinu, annars eru þeir úr leik og draumurinn um sæti í 3. deild að ári fokinn út um gluggann.
Gauti �?orvarðarson kom KFS yfir snemma í fyrri hálfleik eftir laglega sókn en Skagamenn voru fljótir til og jöfnuðu stuttu síðar. �?rátt fyrir að vera sterkari aðilinn, gekk Skagamönnum illa að finna glufur á vörn Eyjamanna en síðara mark þeirra var dálítið klaufaleg. Síðari leikur liðanna fer fram á Akranesi næstkomandi miðvikudag.