�?lafur Björgvin Jóhannesson hefur tekið saman fjölda beinna útsendinga Stöðvar 2, á knattspyrnuleikjum í Pepsí karla í sumar. Hann skrifar á facebooksíðu sína: �??Ákvað að taka saman beinar útsendingar í Pepsí deildinni í sumar eftir að Hörður Magnússon setti á twitter: Fjölnir-Stjarnan í beinni á sunnudag. Lokum hringnum hvert lid í beinni amk 2var í sumar.
Maður skilur áhugann á topp liðunum, en þetta er aldrei jafnrétti. �?g þakkaði Herði fyrir hvað starfið mitt væri auðvelt sem fjölmiðlafulltrúi ÍBV og hjá öðrum á landsbyggðinni.
Minni á leik KR og ÍBV á morgun, allir á völlinn (hann er ekki í beinni).�??