�?eir Eyjamenn sem einhverra hluta vegna eru að þvælast í höfuðborginni í dag þurfa ekki að láta sér leiðast því eyjahljómsveitin Blind Bargain heldur tónleika í kvöld á Dillon, að laugarvegi 30 og hefjast tónleikarnir kl. 22.00 og er frítt inn.
Á morgun spila þau svo í Hafnafirði á Íslenska Rokkbarnum ásamt tveimur örðum sveitum, Skerðingu og Pungsigi. Hefjast tónleikarnir þar á slaginu 23.30 og er einnig frítt inn.
“Hljómsveitin Blind Bargain kemur úr Vestmannaeyjum. �?au spila rokk, en sækja áhrif sín í blues, klassískt rokk, soul og í rauninni hvaða stefnu sem er, og í nöfn eins og Cream, Led Zeppelin, Janis og Jimi og fleiri. Hljómsveitin sækist eftir hinu breska 60�??s soundi í bland við hið ameríska 70�??s soul sound. Hljómsveitin var stofnuð í janúar 2012 af Hannesi Má sem spilar á gítar og syngur, �?orgils Árna á bassa, Skæringi �?la á gítar, Kristberg á trommur og Sunna sem syngur. Hljómsveitin hefur komið fram t.d. á músíktilraunum 2012 og spilað á víð og dreif um Reykjavík. Einnig kom hún fram í útvarpsþættinum Skúrnum, en í sinni fyrstu mynd, án Sunnu sem söngkonu.” segir um sveitina á facebook síðu hennar.