Seint í gærkvöldi þurfti að ræsa út sjúkraflugvél Mýflugs til að sækj veikan einstakling til Eyja. Sjúkraflugvélin gat hinsvegar ekki lent í Eyjum vegna mikils vinds. Var þá brugðið á það ráð að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tókst henni lendingin vel þrátt fyrir þennan sterka vind. Við þessar veðuraðstæður kristallast sú hugmyndafræði sem virðist ætla að verða ofaná heilbrigðisráðuneytinu að ekki þurfi sérstakt sjúkrahús í Eyjum.