Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs lá fyrir ósk um framlenginu á samstarfi Vestmannaeyjabæjar og GYM heilsu, sem rekur líkamsræktarsalinn í Íþróttamiðstöðinni. Fjölskyldu- og tómstundaráð telur að samstarf það sem Vestmannaeyjabær og GYM heilsa hafa átt í gegnum árin í rekstri heilsuræktar í sundlaug bæjarins hafi tekist vel. �?rátt fyrir að enn sé ár eftir af samningi bæjarins við GYM, og í ljósi þeirra samskipta sem bæjarfélagið hefur átt við samkeppniseftirlitið vegna þessarar starfsemi, leggur ráðið til að starfsemi heilsuræktarinnar verði boðin út fyrir áramótin. Með því er óvissu varðandi þennan rekstur eytt. Framkvæmdastjóra er falið að fylgja málinu eftir.