Bæjarlistamaður, Bók Íslands og tónleikar á sumardaginn fyrsta
Sumardagurinn fyrsti er morgun og eins og mörg undanfarin ár er upplýst hver verður Bæjarlistarmaður Vestmannaeyja 2015 valinn. Fer athöfnin fram í Einarsstofu klukkan 11.00. �?að mun Skólalúðrasveitin flytja vel valin lög. Klukkan 13.00 til 15.00 er dagskrá í Safnahúsi, Bók Íslands, sagnaarfurinn í nútímanum. Erindi flytja Vésteinn �?lason (Eddukvæðin og hetjurnar), Einar Kárason (Að kljást við klassíkina) og Guðni Ágústsson (Ástríða til sagnaarfsins). Klukkan 20.00 verða tónleikar með Rúnari Kristni Rúnarssyni stórsöngvara. Undirleikari verður Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpunnar og nýr óperustjóri.
Vestmannaeyjabær býður bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt á öll söfn bæjarins í tilefni sumardagsins fyrsta. Opið í Sagnheimum og Sæheimum frá 13.00-16.00 og í Eldheimum frá 13.00-17.00. Opið er í sundlauginni frá 09.00-17.00. Vestmannaeyjabær óskar bæjarbúum gleðilegs sumars!
Ekki er minnst á skrúðgöngu en hún verður örugglega á sínum stað og stundu.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.