Vikan og helgin var með rólegara móti hjá lögreglu fyrir utan að nóg er búið að vera að gera við að svara fyrirspurnum fólks sem tapaði lausamunum á �?jóðhátíðinni. Eitthvað er enn af óskilamunum á lögreglustöðinn og bendir lögreglan þeim sem sakna einhverra muna síðan á �?jóðhátíðinni að fara inn á facebooc-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum og skoða þar myndir af þeim óskilamunum sem bárust lögreglu.
Undir kvöld fimmtudaginn 6. ágúst sl. leitaði erlendur aðili til lögreglu vegna þjófnaðar á útivistamyndavél. Hafði aðilinn sett myndavélina við lundaholu í Stórhöfða fyrr um daginn og skilið hana þar eftir. �?egar hann síðan vitjaði vélarinnar síðdegis sama dag var vélin horfin, ásamt fylgihlutum. �?eir sem einhverjar upplýsingar hafa um hvar vélin er eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Alls liggja fyrir 12 kærur vegna brota á umferðarlögum, í tveimur tilvikum er um að ræða grun um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, þá liggja fyrir kærur vegna hraðaksturs, ólöglegrar langingu ökutækja, vanrækslu á að greiða lögboðnar tryggingar, akstur án ökuréttinda og vanrækslu á að hafa öryggisbelti spennt í akstri.