�?yrla Landhelgisgæslunnar lenti á Hamarsvegi í Vestmannaeyjum um átta leytið í kvöld til að ná í sjúkling sem þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki var hægt að lenda venjulegum flugvélum á flugvellinum í Vestmannaeyjum en þar er engin sjúkraflugvél.
Vaxandi sunnanátt er í Vestmannaeyjum og var þoka yfir flugvellinum þegar þyrlan kom og því var ákveðið að lenda á Hamarsvegi. Lendingin gekk vel og eftir að sjúklingurinn var kominn um borð hélt hún til Reykjavíkur.