Grótta tók á móti ÍBV í lokaleik fjórðu umferðar Olís deildar karla í handknattleik í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld þar sem ÍBV vann þægilegan sigur 34-23.
Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu tíu mínútur leiksins og komst Grótta meðal annars yfir þegar tólf mínútur voru liðnar af leiknum 4-3. Eftir það kom virkilega góður kafli hjá ÍBV en að sama skapi slæmur hjá heimamönnum sem töpuðu boltanum trekk í trekk. �?egar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 8-17 fyrir ÍBV.
ÍBV byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og gerðu endanlega út um leikinn þegar þeir náðu fjórtán marka forskoti þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Gróttu tókst aðeins að minnka muninn þegar leið á og lokatölur urðu 34-23.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Theodór Sigurbjörnsson 8, Grétar �?ór Eyþórsson 6, Einar Sverrisson 5, Dagur Arnarsson 4, Andri Heimir Friðriksson 3, Brynjar Karl �?skarsson 2, Magnús Stefánsson 2,
Kári Kristján Kristjánsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Magnús Karl Magnússon 1 og Svanur Páll Vilhjálmsson 1.