Stórsigur á FH
ÍBV sótti FH heim þegar fimmta umferð Olís deildar kvenna fór fram. Fyrir leikinn voru Eyjastelpur taplausar og þær héldu því áfram en þær unnu stóran sigur á FH 21-31.
Stelpurnar tóku strax yfir höndina og voru komnar með góða forustu þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan í hálfleik var 17-7 en leikurinn náði aldrei að verða spennandi og lítið fyrir augað. Stelpurnar héldu forskotinu áfram í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur, 21-31. Stelpurnar halda því sigurgöngu sinni sem og toppsætinu áfram.
Nú verður tveggja vikna pása í deildinni og verður næsti leikur laugardaginn 17. október gegn KA/�?ór.
Mörk ÍBV skoruðu þær: Vera Lopez 8, Thelma Amado 7, Drífa �?orvaldsdóttir 6, Greta Kavaliuskaite 4, Ester �?skarsdóttir 3, Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 2 og Díana Dögg Magnúsdóttir 1.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.