Fjármagnið sem sparaðist hefði átt að nýtast áfram í Eyjum
Starfsstöð Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands í Vestmannaeyjum.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins sendi í byrjun mars fyrirspurn á Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra varðandi fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, fjölda ársverka og þróun launakostnaðar. Hún hefur nú svarað fyrirspurnum hans og sagði Birgir að  svarið staðfestir það að sameiningin við HSU fól í sér fækkun stöðugilda í Vestmannaeyjum um 5 ársverk. „Árið 2013 voru þau 67,5 en árið 2017 eru þau 62. Í svarinu er sett fram tafla sem sýnir rekstrarkostnað og hækkun framlaga til HSV en á sama tíma færri stöðugildi á launum. Þetta skýrist fyrst og fremst af launahækkunum og launaskriði en ekki aukinni starfsemi eða þjónustu. Í svarinu kemur fram að fækkun hafi átt sér stað í hópi æðstu stjórnenda HSV. Dýrustu stöðugildin voru því lögð niður í Eyjum við sameininguna. Ekki er hægt að sjá að sá launasparnaður sem því fylgdi hafi nýst stofnuninni. Ég er þeirrar skoðunar að fjármagnið sem sparaðist við þessa ráðstöfun hefði átt að nýtast áfram í Eyjum, í heilbrigðisþjónustu við íbúanna. Auk þess varð bæjarfélagið af útsvarstekjum við þessa breytingu.“ Birgir sagðist ætla  fylgja þessu máli eftir í fjárlagavinnunni fyrir árið 2019, sem hefst í haust.

Spurningarnar og svör heilbrigðisráðherra má sjá hér

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.