Oft eru fréttir af félagslífi nemenda framhaldsskólanna á Íslandi heldur neikvæðar en slíkt er þó auðvitað ekki algilt og alltaf ánægjulegt að geta sagt frá því sem vel er gert. Nýlega tóku nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þátt í knattspyrnumóti framhaldsskólanna. Undankeppnin var í Hafnarfirði og gekk mjög vel því að FÍV var eini skólinn sem kom bæði karla- og kvennaliði í úrslitakeppnina. Leikið var til úrslita á Akureyri, helgina 26. til 28. október og gekk báðum liðum þokkalega, munaði t.d. aðeins einu marki að karlaliðið spilaði til úrslita.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst