Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur leiðrétt mat sitt á stærð norsk-íslenska síldarstofnsins, sem gert var í síðasta mánuði og ákvörðun um kvótasetningu var byggð á. Í framhaldi af því hefur veiðiráðgjöfin fyrir næsta ár verið hækkuð um 20% eða úr 1.266 þús. tonnum í 1.518 þúsund tonn. Frá þessu er skýrt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst