Sex hundruð millj­ón­ir króna í af­leidd­ar tekj­ur í gegn­um ár­lega viðburði ÍBV

Ná­lægt sex hundruð millj­ón­ir króna í af­leidd­ar tekj­ur verða eft­ir ár hvert í Vest­manna­eyj­um í gegn­um ár­lega viðburði íþrótta­fé­lags­ins ÍBV, er greint frá í Morgunblaðinu í dag.

„Þarna er ég reynd­ar bara að tala um þessi tvö stóru fót­bolta­mót, Orku­mótið og Pæj­u­mótið, og svo Þjóðhátíð. Að auki höld­um við svo ár­lega tvö hand­bolta­mót og þrett­ándagleði, sem einnig skila tekj­um í bæ­inn og til okk­ar,“ seg­ir Dóra Björk Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ÍBV.

Hún seg­ir að um góðar tekju­lind­ir sé að ræða en þó sé rekst­ur íþrótta­fé­laga samt sem áður alltaf „barn­ing­ur“. „Þetta geng­ur upp með ómældri vinnu sjálf­boðaliða. Fólk hér ger­ir sér grein fyr­ir mik­il­vægi þess­ara viðburða fyr­ir sam­fé­lagið,“ seg­ir Dóra Björk í um­fjöll­un um mál þetta í  ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.