Eitt stærsta golfmót þessa árs hér á landi, hófst í morgun á golfvellinum í Vestmannaeyjum þegar ræst var út á Volcano Open golfmótinu. Mótið hefur verið haldið undanfarin ár en aldrei hafa jafn margir kylfingar skráð sig til leiks, 188 talsins sem gerir Volcano Open golfmótið eitt stærsta, ef ekki stærsta golfmót ársins. Og það er óhætt að segja að kylfingarnir séu heppnir með veður, sól og hægur vindur og spáin fyrir morgundaginn góð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst