Yfir Örnólfsdalsá í Borgarfirði stendur enn hengibrú sem var byggð árið 1899 og er því elsta uppistandandi hengibrú landsins.
Hún hefur lítið viðhald fengið en nýtur þess að þjóðleiðin norður í land færðist frá henni. Því var snemma lítil umferð yfir hana og loks lá enginn vegur að henni. Í stað þess að vegfarendur færu um Dragháls upp úr Hvalfirði var þjóðvegurinn lagður vestan við Hafnarfjall.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst