Nýr viðburður hefur bæst inn í dagskrá Bryggjuhátíðar á Stokkseyri sem verður um næstu helgi en það eru tónleikar með Megas og Senuþjófunum. Tónleikarnir verða á laugardagskvöldið frá kl. 21-23:00 í stóra salnum í Lista og menningarverstöðinni. Í beinu framhaldi verður svo dansleikur á Draugabarnum með hljómsveitinni Vítamín og gildir aðgangseyrir að tónleikunum einnig fyrir ballið. Miðaverð á tónleikana og ballið er 3.500.- en 2.000.- fyrir ballið eitt og sér.
Dagskráin á Draugabarnum er sem hér segir:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst