Síðari umferð Íslandsmótsins í 1. deild karla í knattspyrnu hefst í kvöld með heilli umferð. ÍBV sækir Leikni heim í Breiðholtið en Leiknismenn hafa verið á ágætri siglingu að undanförnu, unnið síðustu tvo leiki sína og lyftu sér úr fallsæti. Á meðan hefur Eyjamönnum hins vegar gengið svo til allt í haginn, liðið fékk 30 stig af 33 mögulegum í fyrri umferðinni og reikna væntanlega flestir með sigri ÍBV í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst