Við formlega setningu Bryggjuhátíðar á Stokkseyri á föstudagskvöldinu 11. júlí s.l. opnaði Ásta Stefánsdóttir, starfandi bæjarstjóri í Árborg ljósmyndasýningu á neðri hæð Bryggjusviðsins.
Eru þar 70 ljósmyndir Jóns Sigurgrímssonar f. 7. maí 1922 d. 29. júní 2008 frá Holti í Stokkseyrarhreppi hinum forna en hann var bóndi þar 1954 til 1995.
Myndirnar eru af mannlífi í hreppnum á fyrri tíð og er ljósmyndasýningin hluti af afmælishaldi Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps sem fagnar 120 ára afmæli í ár.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst