Þátturinn er mjög heimilislegur að þessu sinni, Flóki hlaupandi um að leika sér, þar sem að þátturinn var tekinn upp heima okkur á Bjarmalandi.
Ég vil nota tækifærið til að koma kærum þökkum til þeirra sem að svöruðu kalli mínu á síðunni Heimaklettur á Facebook. Það er yndislegt að sjá hvað fólk er hjálpsamt og þakka ég kærlega fyrir það.
Enn að þættinum. Að þessu sinni er rætt við Gísla Matthías Auðunsson.
Gísli Matthías ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, fótboltann, matreiðsluna, nýja veitingastaðinn og nýju bókina sína og margt fleira.
Því miður verður smá breyting á þættinum og sögubrotið sem átti að vera, verður lesið seinna þar sem að eg er orðin lasin og náði mér í covid, og ég er ekki fær um að lesa sögubrotið að þessu sinni. En Gísli Matthías bætir okkur það upp með sögum úr lífi sínu.
Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs og sögu.
Takk kærlega fyrir að hlusta og kærar þakkir fyrir fallegu kveðjurnar sem ég hef verið að fá frá ykkur.
Kær kveðja
Alma Eðvaldsdóttir
Þátturinn á Spotify. (Í einhverjum vöfrum kemur ekki allur þátturinn í spilaranum hér að neðan). Því má nálgast þáttinn í hlekknum hér að framan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst