Klukkan tíu í kvöld verður sjómannaskemmtun í Akóges eins og verið hefur undanfarna áratugi þar sem Árni Johnsen fær til sín tónlistarfólk sem trallar og syngur í sönnum Eyjaanda.
Árni lofar góðri skemmtun og vonast til að sjá sem felsta eins og venjulega. �??Með honum spila og syngja reyndir sjómenn og hljóðfæraleikarar. �?eirra á meðal eru Leó Snær Sveinsson sem spilar á gítar og syngur, Jarl Sigurgeirsson á bassa, Sigurmundur G. Einarsson á saxófón og fleiri kunna að slást í hópinn. Fastlega má reikna með því að á milli laga verði sagðar margar skemmtilegar sögur af Eyjamönnum fyrr og nú. Allar eru þessar sögur sannar, reyndar svolítið misjafnlega mikið sannar,�?? segir í Morgunblaðinu um tónleikana.