ÍBV semur við unga leikmenn
Erla Rós framlengir samninginn sinn við ÍBV um tvö ár. Erla sem er einn efnilegasti leikmaður landsins er uppalin í Vestmannaeyjum og hefur alla tíð spilað fyrir ÍBV. Hún á að baki fjölda leikja með unglingalandsliðum Íslands auk þess að hafa spilað tvo leiki fyrir A landsliðið. Guðný Jenný hefur gert tveggja ára samning við ÍBV um að leika með liðinu auk þess sem hún kemur inn í þjálfarateymið. Hún á að baki 48 leiki fyrir íslenska landsliðið og hefur verið einn fremsti markmaður landsins um árabil. Jenný fór í barneignarfrí eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val 2014. Síðan þá hefur hún verið markmannsþjálfari hjá landsliðinu og hjá kvennaliði Fylkis, en hún endaði á að spila nokkra leiki í lok tímabils með Fylki með virkilega góðum árangri. Sara Dís sem var annar markmaður liðsins í vetur er að sækja um skóla á fastalandinu og þar að leiðandi vantaði annann markmann fyrir næsta tímabil. Hrafnhildur Skúladóttir lagði mikla áherslu á að fá Jenný til ÍBV bæði þar sem hún er frábær markmaður auk þess sem hún hefur verið að gera góða hluti í markmannsþjálfun. Hrafnhildur þekkir vel til Jennýjar enda spiluðu þær lengi saman með Val hér á árum áður.

Nýjustu fréttir

Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.