Klukkan 14.00 í dag opnar Gréta Berg sýningu á verkum sínum í Gallerý Papacross í Vestmannaeyjum og verður sýningin opin til 27. júlí. Gréta verður við frá kl. 14.00 til 18.00 alla dagana og opnun lengd eitthvað fram á kvöldið um helgar í góðu veðri. Gréta á 46 ára sýningarferil frá árinu 1969 til 2015 sýnt á Akureyri, Ísafirði, Reykjavík, Mosfellsbæ, Selfossi, og Hveragerði þar sem hún býr.
Gréta stundaði nám í Handíða og Myndlistarskólann í Reykjavík, Myndlistarskóla Akureyrar, Myndlistarskóla Reykjavíkur, Endurmenntun Háskóla Íslands og víðar.
Gréta sýnir olíumálverk. Verkin eru unnin upp úr myndum steinanna, sem eru til sýnis líka. Einnig hefur hún tínt steina upp af götunni og málað eftir lagi steinsins.og steina málar á en sýninguna kallar hún, Leyndardómar steinsins.