Eitthvað hefur glæðst yfir makrílvertíðinni en hún fór rólega af stað til að byrja með. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins eru ísfélagsskipin Heimaey, Álsey og Sigurður búin að veiða um 5000 tonnn af makríl þessa vertíðina. ,,�?að hefur verið betri veiði síðustu daga hér suður af Eyjum. Skipin eru að koma með 3-400 tonn í veiðiferð og miðast veiðin við vinnslugetuna í landi. Í næstu viku færist veiði skipanna væntanlega eitthvað austar þar sem við byrjum vinnslu á makríl á �?órshöfn þegar frystihúsið í Eyjum lokar vegna þjóðhátðarinnar.�?� Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar tekur í sama streng og segir veiðina hafa byrjað rólega hjá þeim. ,,Eins og staðan er núna höfum við fiskað tæp 4000 tonn af 14.000 tonna kvóta sem við eigum. Ísleifur og Kap hafa verið á veiðum síðan í byrjun júlí og veiðin hefur gengið þokkalega. Vertíðin byrjaði frekar rólega en hefur glæðst mikið undanfarna daga. Skipin hafa verið á veiðum hérna rétt sunnan við Eyjar. Í næstu viku stoppa skipin í nokkra daga fram yfir verslunarmannahelgi og því vonum við að það verði líf á miðunum næstu daga.�?�
320 skip og bátar með makrílkvóta
Alls hafa um 320 skip og bátar fengið úthlutað makrílveiðiheimildum á þessari vertíð. Alls var úthlutað 152.000 tonnum og þar við bætist 14.000 tonna kvóti frá fyrra ári, þannig að í heild má veiða rúmlega 166.000 tonn. �?thlutaður kvóti skiptist þannig milli skipaflokka að aflareynsluskip fá 105.000 tonn, vinnsluskip fá 28.000 tonn, skip án vinnslu (ísfiskskip) 8.000 tonn og handfærabátar 6.100 tonn. Í grein í Fiskifréttum kemur fram að af þeim 80 ísfiskskipum sem fengu kvóta hefur helmingurinn nú þegar látið frá sér aflaheimildir til annarra. �?á ríkir óvissa um áhuga handfærabáta á veiðunum en rúmur fjórðungur þeirra, náægt 200 smábátar sem fengu kvóta í fyrra fóru á veiðar.