Sigríður Diljá hefur fengið mikil viðbrögð við grein sinni um Leikfélagið. Meðal þeirra sem hafa lagt orð í belg er Elliði Vignisson, bæjarstjóri sem segir í upphafsorðum: – �?g verð að viðurkenna að skrif þín snerta mig og hryggja mig í raun. Fyrir það fyrsta þá er ég algerlega sammála því að LV er að gera frábæra hluti. �?ar vel haldið utan um hlutinga og allt gert til að tryggja heilbrigt umhverfi fyrir þá sem þátt taka. Í viðbót við það þá er metnaður til að gera vel og sjá metnaður skilar miklum og góðum árangri ár eftir ár. Samfélagslegt mikilvægi er óumdeilt, segir Elliði og heldur áfram.
– Í öðrulagi þá er það eitt algengasta umkvörtunarefni ungsfólks í Vestmannaeyjum að hér sé ekki bíó. Við því viljum við bregðast og það getur ekki talist óeðlilegt að þá horfum við fyrst og fremst til að nýta sal sem þrátt fyrir öflugt starf LV stendur tómt nánast allt árið. Sem sagt ástæðan fyrir þessu er sú að það er verið að reyna að mæta þörfum ungs fólks.
Í þriðja lagi þá er þar hreinlega rangtað taka eigi fjáröflun af LV. �?g hef nú bara ekki heyrt annað eins. Hafi einhver haldið þessu fram við þig þá er það í besta falli misskilningur. Í versta falli sagt til að valda deilum. Sannleikurinn er sá að gjaldkeri LV hefur lagt fram tölur yfir alla framlegð af sölu og Vestmannaeyjabær hefur boðið LV að hækka styrkin sem því nemur. Tekjurnar skila sér því án þess að nokkur áhætta eða rekstur fylgi. Ekki er verið að ræða neina breytingu á vínveitingaleyfi og vilji LV selja áfengi þá hafa þau ein rétt á slíku.
Í fjóðra lagi þá er alveg ljóst að sýningar LV hafa algeran forgang í salnum. Rétt eins og kappleikir í íþróttahúsinu. Hægt verður að nýta salinn undir undirbúning alla vikuna nema rétt á meðan sýningar eiga sér stað, bæði undir æfingar, undirbúning sviðsmyndar og fl. �?etta er bara nákvæmlega eins og með íþróttastarfið okkar sem nánast er allt í sama húsinu og allt samnýtt – og já- þar eru nánast allir í sjálfboðlisstarfi.
Í fimmtalagi þá er það rétt hjá þér að “snillingarnir hjá bænum” eru búin að taka út sætin. Staðreyndin er sú að eina leiðin til að koma nýjum og betri sætum fyrir -þar sem meðal annars er hugað að þörfum fatlaðra- er að taka þau gömlu í burtu.
Í sjötta lagi þá er það hreinlega sárt að sjá þig segja að bærinn -sem sagt ég og tugir annarra- séu að “drepa leikfélagið”. Við höfum varið tugum milljóna til að byggja undir starfið og sjáum ekki eftir krónu. �?að er búið að taka allt húsið í gegn, búið að hækka rekstrarstyrkinn umtalsvert, á hverju ári funda ég ítrekað með formanni og/eða stjórn til að standa sem best við bakið á þeim í góðu starfi, ég mæti á allar sýningar LV og það gera aðrir sem þú sakar um að “drepa leikfélagið” einnig.
Að lokum, það er bagalegt hversu oft við lendum í drætti á verklegum framkvæmdum. �?að útskýrist af erfiðleikum með aðgengi að iðnaðarmönnum. �?g held að ef sanngirni er gætt þá verði að viðurkennast að þetta á bara almennt við um þá sem standa í framkvæmdum í Vestmannnaeyjum.
Stöndum saman í uppbyggingu á sviði menninga og lista. Gerum gott betra og fögnum fjölbreytni. Tökum vel á móti nýju aðilum.
Góðar stundir
Elliði V