Um helgina voru fjölmargar listasýningar í tengslum við Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Ein af sýningunum var ljósmyndasýning Svavars Steingrímssonar.
Svavar tók mikið af myndum í Eyjum í gosinu 1973. Ein af myndunum sem Svavar sýndi um helgina var af húsi Ragnars Baldvinssonar, fyrrverandi slökkviliðsstjóra. En Ragnar tók uppá því með hjálp góðra manna að mála hús sitt á Illugagötu í miðju eldgosi.
Þetta festi Svavar á filmu og var þetta ein af myndunum sem hann sýndi um helgina. Ragnar var staddur á sýningunni þegar ljósmyndara Eyjar.net bar að garði og þótti upplagt að mynda hann við myndina. Mynd Svavars er tekin í maí 1973 og segir í myndtexta að engin uppgjöf sé á þessum bæ.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst