Það finnast í veröldinni menn, svo stórir og miklir, að augun fanga þá ósjálfrátt, ef frá þannig mönnum geislar einlægnin barnsleg og hlý, eignast þeir líka stað í hjörtum manna. Þannig var Eiríkur hestur!
Hann var fastur fyrir en hjartað var stórt og ylur þess vermdi fleirri sálir en almennt gerist. Brosið breitt og faðmurinn alltaf opinn. Eiríkur var einstakur maður!
Við áttum sameiginlegan andstæðing, Eiríkur hvíslaði að mér orðum, sem sitja í huga mér og gott er að rifja upp þegar gefur á bátinn. Takk fyrir það vinur!
Siggu og öllum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Góður drengur er allur og það er sárt að kveðja.
Páll Scheving Ingvarsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst