Cloe Lacasse leikmaður ársins hjá ÍBV 2016 hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið. Cloe sem hefur leikið frábærlega fyrir ÍBV mun snúa aftur til Eyja í byrjun febrúar. Cloe hefur leikið 41 leik fyrir ÍBV og gert í þeim 25 mörk ásamt því að hún hefur verið arkitektin af mörgum mörkum ÍBV síðustu tvö leiktímabil.
Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur ákveðið að snúa aftur á heimaslóðir en Kristín hefur leikið 125 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 84 mörk. Í efstu deild hefur Kristín leikið með ÍBV 73 leiki og skorað í þeim 33 mörk. �?á hefur Kristín leikið 9 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 5 mörk. Kristín á einnig að baki einn landsleik með U-23 ára landsliðinu. Kristín Erna æfir nú af fullum krafti og ætlar að finna sinn fyrri styrk á Hásteinsvelli í sumar.
Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði liðsins hefur einnig ákveðið að framlengja samning sinn við félagið en Sóley hefur leikið 148 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 7 mörk. �?á á Sóley að baki 7 leiki með Unglingalandsliðum Íslands og skorað í þeim 1 mark.
�?á hefur ÍBV samið við Adrienne Jordan sem kemur frá �?stersund í Svíþjóð. Adrienne getur leikið bæði sem bakvörður og kantmaður.
Áður hafði Sigríður Lára Garðarsdóttir samið við sitt uppeldisfélag en Sigríður hefur leikið 126 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 21 mark. �?á hefur Sigríður leikið 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 5 mörk. Sigríður hefur einnig leikið einn landsleik með U-23 ára landsliðinu og einn leik með A-landsliðinu.
�?á mun Shaneka Gordon hefja æfingar af fullum krafti í janúar en Shaneka sem hefur verið mesti markaskorari ÍBV undnafarin ár missti af öllu síðasta leiktímabili vegna meiðsla.