Goslokahátíð Vestmannaeyja verður helgina 6.-9. júlí sem er önnur helgin í júlí en vanalega er hátíðin fyrstu helgina. Ástæðan er sú að Orkumótið í fótbolta verður haldið fyrstu helgina og verða því allar ferðir í Herjólf fullar sem og gistirými bæjarins en þetta kemur fram á facebook síðu hátíðarinnar.