Á haustönn stunduðu 39 nemendur nám við akademíu ÍBV og FÍV og voru 77% þeirra með 100% námsárangur á önn-
inni, þ.e. luku öllum einingum sem þeir lögðu af stað með.
�??Við Eyjamenn megum vera stolt af iðkendum félagsins því þessir krakkar eru að standa sig vel á fleiri sviðum en í íþróttunum,�?? sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir sem afhenti nemendum viðurkenningar á skólaslitunum.
Ásgeir Elíasson og Júlíana Sveinsdóttur fengu silfurmerki akademíunnar. �??�?essir flottu krakkar hafa stundað akademíuna af miklu kappi síðustu misseri og er óhætt að segja að þau séu flottar fyrirmyndir. Langar mig að nota þetta tækifæri og óska þeim og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann.
Í útskriftarhópnum eru einnig fleiri nemendur sem hafa lagt stund við akademíuna en þau hafa ekki lokið fjórum önnum og óska ég þeim sem og öllum öðrum nýstúdentum til hamingju með áfangann.
Gott er að hafa gildi ÍBV að leiðarljósi í öllu ykkar námi og starfi en þau eru; Gleði, barátta, samvinna og heilbrigði,�?? sagði Dóra Björk.
ÍBV íþróttafélag og Framhaldsskólinn standa ekki ein að akademíunni því hún er styrkt af Vestmannaeyjabæ, Gott, Skipalyftunni og Landsbankanum.
�??Að lokum langar mig að þakka FÍV fyrir góða samvinnu þessar tólf annir sem við höfum staðið saman að akademíunni og biðja ykkur um að klappa fyrir skólanum og þessum flottu nýstúdentum.�??