Ester �?skarsdóttir fyrirliði ÍBV var ánægð með sigurinn á Selfossi þegar Eyjafréttir höfðu samband við hana nokkru eftir leik. Jafnframt hafði hún trú á að ná hagstæðum úrslitum gegn öflugu liði Stjörnunnar um næstu helgi.
Hvernig fannst þér leikurinn gegn Selfossi spilast? �??Hann var nokkuð kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að eiga góða kafla. Mér fannst við hefðum átt að leiða allan leikinn en okkur tókst aldrei að slíta þær nógu vel frá okkur. Jafn og skemmtilegur leikur eins og við mátti búast,�?? segir Ester �?skarsdóttir fyrirliði ÍBV.
Lítur liðið vel út eftir jólafrí? Já, ég er nokkuð ánægð með gang mála. Yfirleitt höfum við ekki verið að koma sterkar inn strax eftir jól þar sem við missum oft svo marga leikmenn frá okkur í pásunni. En það var annar háttur á þessu í þessari pásu svo ég er nokkuð sátt með liðið. Svo má ekki gleyma að Greta er komin aftur inn í hópinn og það eru heldur betur jákvæðar fréttir, hún sýndi okkur það í leiknum á móti Selfossi hversu mikilvæg hún er fyrir liðið,�?? segir Ester.
Næsti leikur er gegn sterku liði Stjörnunni á laugardaginn, hvernig metur þú möguleikana gegn þeim? �??Stjarnan er með rosalega gott lið og hefur sýnt það en möguleikarnir eru fyrir hendi. �?etta verður hörku leikur, hraður og skemmtilegur. Ef við náum upp geðveiki í vörn og fáum markmennina með þá verður þetta sætur ÍBV sigur. �?að lið sem mun spila betri vörn á laugardaginn vinnur leikinn,�?? segir Ester með fulla trú á sínu liði.