Í tilefni þess að þorrinn er við það að ganga í garð bauð leikskólinn Sóli pöbbum, öfum, bræðrum og frændum í bóndadagskaffi í morgun milli átta og níu. Mikill fjöldi bónda sá sér fært að mæta að þessu sinni enda veitingarnar ekki af lakari endanum, ristað brauð og úrvals kaffi. �?að má með sanni segja að uppákoman hafi vakið athygli meðal barnanna sem flest öll unu sér vel innan um gestina.