Báðar deildir ÍBV íþróttafélags, knattspyrnudeild og handknattleiksdeild, fengu endurnýjun viðurkenninga deildanna sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja miðvikudaginn 17. janúar sl. þar sem Íþróttamaður Vestmannaeyja var valinn. Golfklúbbur Vestmannaeyja fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á sömu hátíð. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd ÍSÍ.