Birnu Brjánsdóttur var minnst í dag kl. 16:00 við Stafkirkju en hún fannst látin síðastliðinn sunnudag eftir umfangsmikla leit. Sr. Viðar Stefánsson sagði nokkur orð við athöfnina og að því loknu fór fram einnar mínútu þögn og kertafleyting til minningar um Birnu. Gera má ráð fyrir að allt að hundrað manns hafi lagt leið sína niður að kirkjunni í dag til að votta Birnu og aðstandendum hennar virðingu sína.
Fleiri myndir frá athöfninni má finna
hér.