Upphafið hefði getað verið “kaos”!
Eldgosid_hofnin.jpg
Eldgosið á Heimaey árið 1973 hófst milli kl. 1 og 2 að nóttu.

– Páll Scheving Ingvarsson skrifar:

Ég þreytist ekki á því að minnast á það hversu þakklát við getum verið fyrir tímasetninguna á upphafi eldgossins 1973. Nú þegar 50 ár eru liðin frá þeim tímapunkti á það ennþá vel við.

palli_sc_an_bakgru
Páll Scheving

Við vorum heppin að eldsumbrotin hófust klukkan 2 um nótt. Það þýddi að fjölskyldur voru saman, heima. Börn voru hjá foreldrum sínum, það gaf öryggistilfinningu og viðbrögð einkenndust því af ákveðnu öryggi og yfirvegun. Það var mikilvægt. Minningin frá þessu upphafi er nefnilega alls ekki svo slæm, ef miðað er við það hversu óhugnalegir atburðir voru að hefjast.

Ef eldgos hefði hafist kl. 2 að degi til er ég hræddur um að staðan hefði orðið önnur og talsvert erfiðari. Börn og foreldrar aðskilin, fólk við vinnu og börn í skóla eða úti í leik. Það er ekki óhugsandi og kannski eðlilegt að talsverður ótti hefði gripið um sig, sem skapar oft ringulreið, óöryggi og ekki síst rangar ákvarðanir. Það er ekki ólíklegt að það hefði myndast kaos!

Ég er viss um að minning okkar af upphafi eldgossins væri almennt ekki eins góð, ef tímasetningin hefði ekki verið mjög heppileg.

 

Páll Scheving Ingvarsson

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.