“Eins og komið hefur fram er ég mjög ósáttur við að Samgöngustofa leggist gegn því að Eimskip fái að nýta Akranesið til að bæta samgöngur milli lands og Eyja yfir �?jóðhátíðina,” segir Elliði Vignisson en á dögunum hafnaði Samgöngustofa beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Segir Elliði jafnframt að hafsvæðið milli lands og Eyja sé skilgreint á sama máta og hafsvæðið milli Reykjavíkur og Akranes og hafi hann því verið að skoða forsendur fyrir því að Vestmannaeyjabær, e.t.v. í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu, fái heimild til að leigja bát eins og Akranesið til að prufa hann yfir �?jóðhátíðna.Til að undirbúa slíkt sendi Elliði í gær neðangreint erindi á Samgöngustofu:
“Vestmannaeyjabær hefur nú til athugunar að leigja ferju til landsins til að þjónusta í siglingum milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja dagana 4. til 7. ágúst. Um er að ræða svo kallaða tvíbyttnu sem er í öllum atriðum sambærileg við það skip sem þegar er að þjónusta á hafsvæðinu milli Reykjavíkur og Akranes. Rétt er að geta þess að hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint á sama máta og hafsvæðið milli Reykjavíkur og Akranes. Rétt er einnig að geta þess að reksturinn verður í öllum dráttum sambærilegur við það sem er milli Akranes og Reykjavíkur, þ.e.a.s. flutningur á farþegum undir stjórn reyndrar áhafnar.
Vestmannaeyjabær hefur sérstakan áhuga á að gera tilraun með fólksflutninga á þessum tíma og kanna hvort að sæfar sem þetta getur stutt við samgöngur á þeim tíma sem hefðbundnar siglingar Herjólfs ráða illa við álagið.
Með erindi þessu óskar Vestmannaeyjabær eftir afstöðu Samgöngustofu hvað þetta varðar og þá sérstaklega hvort að ekki sé ljóst að svo fremi sem skipið sé sambærilegt við það sem nú siglir milli Reykjavíkur og Akranes þá muni sambærileg heimild fást á þessu sama hafsvæði hér milli lands og Eyja þessa fáu daga sem þarna umræðir.
Að lokum er sú eindregna óska lögð fram að erindi þessi verði svarað svo fljótt sem verða má enda kallar leiga sem þessi á nokkurn undirbúning og þótt nokkur undirbúningur hafi þegar átt sér stað þá er skammur tími til frekari ráða. �?skilegt væri að fyrstu svör bærust eigi síðar en á morgun jafnvel þótt í þeim væri eingöngu að finna einfalda afstöðu Samgöngustofu til þess hvort að eitthvað geti mögulega verið í vegi þessa.”
Afrit sent:
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra.
Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri.
Kristín Helga Markúsdóttir, deildarstjóri lögfræðideildar.
Kristinn Ingólfsson, deildarstjóri skipatæknideildar.
Valur Jóhannesson, skipaeftirlitsmaður.