“Í morgun barst mér nýjasta dýptarmæling úr Landeyjahöfn. Sannast sagna kom mér á óvart að sjá hversu gott dýpið þó er (sjá myndir) þótt vissulega séu grynningar við austurgarðinn sem þarf að fjarlægja,” segir Elliði Vignisson um stöðuna í Landeyjahöfn í facebook færslu í dag.
“�?angað til að getur þurft að hliðra til ferðum þegar alda er há. Illu heilli hefur tekið nokkurn tíma að fá dýpkunarskip en vonir standa til að Dísan verði komin til verksins á sunnudaginn. �?eir aðilar sem ég ræddi við telja að það taki Dísuna 1 til 2 daga að ná fullu dýpi milli garða. Eftir það fer hún væntanlega í viðhaldsdýpkun 5 til 6 daga. Að svo stöddu er því ekki ástæða til að halda að dýpið eitt og sér valdi vanda í samgöngum við Vestmannaeyjar um þjóðhátíðina. �?að er líka huggun harmi gegn að vita að það svæði sem er til vandræða núna er einmitt hluti af því svæði sem dýpka á úr landi strax í vetur. Framkvæmdir vegna þess eru á leið í útboð. (sjá myndir)
Að gefnu tilefni er ástæða til að minna á að Vestmannaeyjabær/bæjarstjórn hefur ekkert vald eða umboð þegar kemur að samgöngum. �?ær eru (því miður) verkefni ríkisins.”