Allir til fyrirmyndar á föstudagskvöldi Þjóðhátíðar

Föstudagskvöld þjóðhátíðar fór vel fram og voru gestir hennar til fyrirmyndar.

Það var Áttan sem startaði dagskránni við góðar undirtektir brekkunnar. Þá tók hin Mosfelski karlakór Stormsveitin við áður en bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir frumfluttu Þjóðhátíðarlag sitt Á sama tíma á sama stað. Það ætlaði hins vegar allt um koll að keyra þegar þeir tóku auka Þjóðhátíðarlagið sitt Heimaey.
JóiPé og Króli tóku þá við. Það voru svo Magni, Eyþór Ingi, Stebbi Jak, Stefanía Svavars, Dagur, Sara Renee og að ógleymdum Karlakór Vestmannaeyja sem lokuðu dagskránni með nokkrum vel völdum Eyjalögum.

Brennan logaði svo glatt alla nóttina sem fór vel fram að sögn lögreglu. En áætla má að á milli tíu og ellefu þúsund manns hafi verið í Dalnum þegar mest var.

Sól og blíða er í Eyjum í dag og var leikur ÍBV og Fylkis að hefjast á Hásteinsvelli rétt í þessu. Barnadagskráin í Herjólfsdag hefst svo kl. 15.30.

Búast má við að töluvert bætist við fjölda Þjóðhátíðargesta í dag.

Óskar Pétur var sem áður með myndavélina á lofti í gærkvöldi.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.