Nýliðaæfing hjá Karlakór Vestmannaeyja á sunnudag
Karlakór Vestmannaeyja, bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2018

Félagar í Karlakór Vestmannaeyja hefja æfingar eftir sumarfrí með nýliðaæfingu á sunnudaginn kemur, 9. september kl. 14:00 og það í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Nýjir meðlimir eru boðnir velkomnir af kórmeðlimum og stjórnanda.

Það er staðreynd að fjöldi manna í Vestmannaeyjum hafa haft hug á að ganga í kórinn en ekki látið verða af því. Eftirfarandi tvær mýtur eru algengar meðal þeirra sem langar að prófa en hafa sig ekki í það:

Þú telur þig ekki geta sungið. 

Það kann að vera rétt að það sé ekki einn af kostum þínum að syngja einn og óstuddur, en í kór geta allir sungið sem geta farið eftir einföldum leiðbeiningum, hlýtt stjórnanda og hlustað á það sem aðrir eru að gera í kring um þá. Í kórum í dag eru meðlimir sem þurftu mikla leiðsögn til að byrja með en náðu fljótt og örugglega að stilla sig inn á þá bylgjulengd sem kórsöngur er á og eru allir þeir í dag fanta góðir kórsöngvarar.
Þú telur þig ekki hafa tíma.

Það getur vel passað og við rengjum það ekki, en um leið viljum við benda þér á að ein megin stoð kórsins eru sjómenn. Eins og gefur að skilja eru þeir ekki alltaf í landi þegar kórkallið kemur. Þeir láta það þó ekki stoppa sig í að vera með þegar þeir geta. Karlakórinn á ekki að vera kvöð heldur skemmtun. Þú kemur þegar þú getur. Vertu bara hreinskilin með hver tími þinn er ef hann er takmarkaður og allir eru sáttir.

Eftirfarandi liggur fyrir í dagskrá kórsins í vetur.

  • Æfingar á sunnudögum
  • Æfingaferð í Hlíðardalsskóla helgina 29. – 31. mars með góðum mat, yfirburða félagsskap og miklum söng.
  • Tónleikar á meginlandinu með fleiri karlakórum.
  • Minni tónleikar og framkomur
  • Vortónleikar fimmtudagskvöldið 16. maí.
  • Aðalfundur, matur og skemmtun föstudagskvöldið 17. maí.
  • Fleiri skemmtilegir viðburðir kynntir síðar.

Fyrir hönd Karlakórs Vestmannaeyja
Gísli Stefánsson

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.