Félagar í Karlakór Vestmannaeyja hefja æfingar eftir sumarfrí með nýliðaæfingu á sunnudaginn kemur, 9. september kl. 14:00 og það í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Nýjir meðlimir eru boðnir velkomnir af kórmeðlimum og stjórnanda.
Það er staðreynd að fjöldi manna í Vestmannaeyjum hafa haft hug á að ganga í kórinn en ekki látið verða af því. Eftirfarandi tvær mýtur eru algengar meðal þeirra sem langar að prófa en hafa sig ekki í það:
Þú telur þig ekki geta sungið.
Það kann að vera rétt að það sé ekki einn af kostum þínum að syngja einn og óstuddur, en í kór geta allir sungið sem geta farið eftir einföldum leiðbeiningum, hlýtt stjórnanda og hlustað á það sem aðrir eru að gera í kring um þá. Í kórum í dag eru meðlimir sem þurftu mikla leiðsögn til að byrja með en náðu fljótt og örugglega að stilla sig inn á þá bylgjulengd sem kórsöngur er á og eru allir þeir í dag fanta góðir kórsöngvarar.
Þú telur þig ekki hafa tíma.
Það getur vel passað og við rengjum það ekki, en um leið viljum við benda þér á að ein megin stoð kórsins eru sjómenn. Eins og gefur að skilja eru þeir ekki alltaf í landi þegar kórkallið kemur. Þeir láta það þó ekki stoppa sig í að vera með þegar þeir geta. Karlakórinn á ekki að vera kvöð heldur skemmtun. Þú kemur þegar þú getur. Vertu bara hreinskilin með hver tími þinn er ef hann er takmarkaður og allir eru sáttir.
Eftirfarandi liggur fyrir í dagskrá kórsins í vetur.
Fyrir hönd Karlakórs Vestmannaeyja
Gísli Stefánsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst