Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar á Háaloftinu í kvöld

„Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar” er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Háaloftinu í kvöld, föstudagskvöldið 21. september. Þar mun Hljómsveit Bigga Nielsen koma fram ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja ( eldri og yngri ).

„Hljómsveit Bigga Nielsen samanstendur af tónlistarmönnum í fremstu röð á Íslandi og er það mikill fengur fyrir þá að fá að spila með okkar unga tónlistarfólki og eins fyrir okkar ungu nemendur að fá tækifæri að spila með færustu spilurum landsins,” segir Biggi Nielsen um viðburðinn.

Á efnisskránni er klassískt efni á borð við Blues Brothers, Grýlurnar, Mezzoforte og eitthvað sem flestir ættu að þekkja í bland við nýtt efni frá Bigga af væntanlegri plötu sem ber heitið Útiklefinn.

Tónleikar hefjast kl. 20. Forsala er í fullum gangi í Tvistinum og er aðgangseyrir aðeins kr. 1.900 –

 

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.