Eygló Egilsdóttir gaf út fyrr á árinu bók sem ber heitið #ómetanlegt en það er bók um jóga og núvitund. Textinn í bókinni inniheldur hagnýt ráð í hæfilega litlum bútum fyrir önnum kafið nútímafólk. Eygló ætlaði sér alltaf aðra hluti og er viðskiptafræðingur að mennt og var komin í vinnu í bankageiranum. Einn daginn fékk hún leið á þessu hefðbundna og fyrirséða og enndaði á að taka algjöra u-beygju í sínu lífi. Eygló er dóttir hjónanna Helenu Weihe og Egils Jónssonar, yngst fimm systkina og segist hafa átt nokkuð hefðbundna æsku svona eins og hún gerist í Vestmannaeyjum. Eygló útskrifaðist úr grunn- og framhaldsskóla í Vestmanneyjum og flutti svo að heiman til þess að fara í háskólanám. „Það var þá, þegar ég flutti að heiman sem ég áttaði mig eiginlega fyrst á því hversu einstakur staður Eyjarnar eru, bæði samfélagið og
Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.